Skilmálar og skilyrði

Pantanir: 

Pöntun er virk þegar og greiðsla hefur borist. Kaupandinn fær senda staðfestingu í tölvupósti.

Afhending:

Afhendingartími á sendum vörum er 2 – 4 virkir dagar eftir að greiðsla berst. Kaupandi á rétt á að hætta við pöntun ef tafir verða á afgreiðslu. Kaupandi ber ábyrgð á að heimilisfang og aðrar upplýsingar séu réttar. Hægt er að sækja vöru samkvæmt samkomulagi á Móhellu 4, afgreiðsla þar getur tekið 1 – 2 daga.

Sendingakostnaður: 

Sendingarkostnaður bætist við pöntun ef kaupandi kýs að fá hana heimsenda. Hægt er að hafa samband við okkur á dottirogson@dottirogson.is eða í skilaboðum á facebook ef kaupandi óskar eftir að sækja. Upphæð sendingarkostnaðs kemur fram við pöntun á vöru.

Sérpantanir: 

Hægt er að sérpanta vörur sem ekki eru til á lager hjá okkur með því að senda fyrirspurn á dottirogson@dottirogson.is.  Afgreiðsla tekur yfirleitt 2 – 5 vikur. Farið er fram á 25% innáborgun þegar varan er pöntuð og afgangur greiddur við afhendingu. Sérpantaðri vöru er ekki hægt að skila.

Verð:

Öll verð okkar eru með VSK og eru heildarverð. Dóttir & son áskilur sér rétt til að hætta við pantanir fyrirvaralaust til dæmis vegna mistaka við skráningu á vöru í vefverslun. Ef vara er ekki til á lager er hún endurgreidd hafi greiðsla átt sér stað.

Vöruskil:

Hægt er að fá vöruna endurgreidda sé henni skilað innan 14 daga frá afhendingu. Skilyrði er að vara sé í upprunalegum umbúðum, óskemmd og að kvittun fylgi. Ef skila á vöru skal senda tölvupóst á netfangið dottirogson@dottirogson.is.

Útsölur og vöruskil: 

Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Greiðslur: 

Hjá okkur er hægt að greiða með millifærslu, greiðslukorti, netgíró eða pay.

Þegar valið er að greiða með millifærslu færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu. Um leið og greiðsla hefur gengið í gegn er pöntun staðfest. Hafi greiðsla ekki borist innan 3ja sólahringa fellur pöntun niður. Sendið kvittun úr heimabanka með pöntunarnúmer í skýringu á dottirogson@dottirogson.is .

Greiðsla með greiðslukorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.

Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og það er mögulegt á að dreifa því á 2-12 mánuði.

 

Meðferð persónuupplýsinga:

Fullum trúnaði er heitið í meðferð upplýsinga og þær ekki afhentar þriðja aðila.

Hafðu samband: 

Ef spurningar vakna hvetjum við ykkur til að senda okkur tölvupóst á dottirogson@dottirogson.is.

UM OKKUR

Dóttir & son er vefverslun með barnavörur.

Dóttir og son ehf
Móhella 4
221 Hafnarfjörður

Sími: 781-8100

Kt. 6211171220
Rknr. 545-26-913

Vsk. 129916