Cybex – Balios S
Mjög flott kerra sem hefur fengið frábærar viðtökur á Íslandi. Kerran leggst mjög vel saman, hún er á góðum dekkjum og á hana er hægt að kaupa aukalega bílstólafestingar fyrir Maxi-Cosi stóla eða vagnstykki sem smella beint á grindina.
Þyngd barns: frá fæðingu upp í 17 kg.
Meira um kerruna: https://cybex-online.com/en-gb/strollers/balioss/
Cybex – Balios S bílstólafestingar
Passa á Balios kerruna fyrir Maxi-Cosi og Cybex bílstóla.
Cybex – Balios S/Eezy S+ glasahaldari
Passar fyrir bæði Balios S og Eezy S+ kerrrurnar.
Cybex – Balios S/Eezy S+ Hreiður
Passar fyrir bæði Balios S og Eezy S+ kerrurnar.
Cybex – Balios Startpakki
Cybex Balios Startpakki – Innifalið er:
– Cybex Balios S kerra
– Cybex vagnstykki
– Cybex Aton M i-Size bílstóll
– Cybex bílstólafestingar
ATH bílstóllinn kemur bara svartur, ekki grár.
Cybex – Eezy S+
Mjög létt og handhæg kerra á frekar stórum dekkjum miðað við eigin stærð.
Fyrir börn frá fæðingu upp í 17 kg.
Horizion Go
kr.109.900Horizon Go er nýjasta kerran frá Silver Cross. Kerrustykkið er hægt að leggja alveg flatt niður og í stað sérstaks vagnstykkis fylgir ungbarnahreiður með í pakkanum sem gerir það mögulegt að nota kerruna frá fæðingu.
Horizion Go Vagnstykki
kr.34.900Passar á Horizon Go kerruna. Aðeins til svart (onyx).
Dýnan er 77 cm og stykkið sjálft 85 cm.
Jet
kr.47.900Fullkomin í ferðalagið!
Jet er nýjasta ferðakerran frá Silver Cross, algjör draumur fyrir ferðalög um háloftin. Þessi ótrúlega fyrirferðalitla kerra pakkast niður í lítinn kubb sem hægt er að geyma í farangurshólfum flugvéla. Með kerrunni fylgir sérstök hlíf sem sett er yfir kerruna þegar hún er samanbrotin.
Hægt er að kaupa aukalega festingar fyrir bílstóla t.d. Silver Cross simplicity, Cybex og Maxi Cosi